Eflaust heyrt einhverja áður:

Munurinn á konum og körlum:
Strákur og stelpa búa saman. Einn daginn kemur stelpan ekki heim eftir djammið og þegar strákurinn spyr hana hvar hún var um nóttina segir hún : “ég var bara svo flippuð í morgunn að ég svaf heima hjá einni vinkonu minni”
Strákurinn hringir í 10 beztu vinkonur hennar og spyr hvort hún hafi sofið þar… allar segja nei.

Sama tilfelli:
Strákurinn kemur ekki heim einn daginn af djamminu. Þegar kærastan spyr hann hvar hann hafi verið um nóttina segir hann “ég var bara svo fullur í morgunn að ég gisti heima hjá vini mínum”
Hún hringir í 10 beztu vini hans og spyr hvort hann hafi sofið þar um nóttina.
8 segja að hann hafi sofið þar og 2 segja að hann sé ennþá þar.

moral of the story:
konur eru konum verstar… á meðan strákar eru bara lélegir lygarar.

—–

Ég var að labba yfir brú einn daginn og sá mann standa á brúnni, við það að hoppa frammaf. Þannig að ég hljóp til hans og hrópaði: “Stop! ekki gera það!”
“af hverju ætti ég ekki að hoppa?” spyr maðurinn

Ég sagði: “af því að það er svo margt til að lifa fyrir!”
Hann sagði: “eins og hvað?”
Ég: “hmm… ertu trúaður eða trúleysingi?”
Hann: “Trúaður”
Ég: “ég líka! ertu kristinn eða búddisti?”
Hann: “Kristinn.”
Ég : “ég líka! Ertu katholici eða mótmælandi?”
Hann: “mótmælandi.”
Ég: “ég líka! Ertu Episcopalian or Baptisti?”
Hann: “Baptisti!”
Ég: “vá! Ég líka! Ertu í Baptistakirkju Guðs eða Baptistakirkju Herrans?”
Hann “Baptistakirkju Guðs!”
Ég: “Ég líka! ertu í upphaflegu Baptistakirkju Guðs eða endurreistu Baptistakirkju Guðs?”
Hann: “Endurreistu Baptistakirkju Guðs!”
Ég: “Ég líka! Ertu í endurreistu Baptistakirkju Guðs endurreisn frá 1879 eða Endurreistu Baptistakirkju guðs, endurreisn frá 1915?”
Hann: “Endurreistu baptistakirkju Guðs frá 1915”

Þannig að ég sagði “TRÚLEYSINGI!” og hrinti honum frammaf brúnni.



Lögfræðingur og vinur hans voru að spila golf einn daginn. Þeir voru komnir á 14. holu þegar þeir sjá líkfylgd keyra frammhjá golfvellinum. Annar lögfræðingurinn leggur frá sér golfkylfuna í miðri sveiflu og tekur að ofan og fer með stutta bæn. Þegar líkfylgdin er komin framhjá tekur hann aftur upp kylfuna og heldur áfram að spila.
Vinur hans lítur á hann og segir “vá þetta var mjög trúrækið og fallegt af þér… ég bjóst aldrei við þessu af þér”
Lögfræðingurinn lítur á hann og segir “jah… við vorum nú gift í 26 ár…”