Gefðu svöngum manni fisk að borða og það dugir honum í einn dag.
Ráðagóða eiginkonan.
Kona nokkur fékk manninn sinn aldrei til að taka til hendinni heima fyrir. Hann kom heim úr vinnunni, át og settist niður fyrir framan sjónvarpið þar til hann fór að sofa. Aldrei lagaði hann neitt sem aflaga fór svo konan var orðinn nokkuð þreytt á ástandinu. Dag nokkurn bilaði klósettið. Maðurinn kom heim stuttu seinna og konan setti upp brosið og sagði blíðlega við manninn sinn: “Heyrðu ástin mín, klósettið er stíflað, gætir þú ekki kíkt á það?” “Heldurðu að sé sé einhver pípari?” svaraði maðurinn og settist niður við sjónvarpið. Daginn eftir bilaði þvottavélin og aftur reyndi konan að fá manninn til að gera við. “Heldurðu að ég sé einhver rafvirki?”, svaraði hann og gerði að sjálfsögðu ekki neitt. Daginn eftir bilar síðan þakrennan og aftur gerir konan tilraun til að fá manninn til að taka til hendinni. “Heldurðu að ég sé blikkari?”, svarar hann. Daginn eftir þegar maðurinn kemur heim tekur hann eftir að búið er að gera við lekann í þakrennunni, klósettið er í lagi og konan er í þvottahúsinu að þvo þvotta. Hann spyr hvort einhver hafi komið þá um daginn og konan segist hafa kallað á iðnaðarmenn og látið gera við allt sem bilað var. “Og var það ekki dýrt?”, spyr maðurinn. “Nei, kostaði ekki krónu”, svarar konan. “Nú, hvernig fórstu að því”, spyr þá maðurinn. “Ég sagði þeim að þeir mættu velja á milli þess að ég bakaði handa þeim köku og að sofa hjá mér.” “Og hvernig köku bakaðir þú?”, spurði þá maðurinn. “Hva”, svarar þá konan, “heldurðu að ég sé einhver bakari!” Viska