Þegar sonur ekkjunnar kom heim lá hún í yfirliði fyrir framan tölvuna og þetta stóð ritað á skjáinn:
Til: Konu minnar sem eftir var
Frá: Manninum þínum sem fór á undan
Efni: Er kominn á áfangastað, elskan, kominn heill á húfi. Er búinn að kynna mér allar aðstæður og gera allt klárt fyrir komu þína á morgun. Óska þér góðrar ferðar og bíð þín með óþreyju.
Ástarkveðjur, þinn eiginmaður.
P.S. Fjandi heitt hérna niður frá.
——————————————————————————–
Farþegar í flugvél nokkurri voru að bíða eftir að vélin færi þegar tveir menn, í flugstjórabúningum og með sólgleraugu, koma gangandi eftir gangi vélarinnar. Annar þeirra með blindrastaf og hinn með blindrahund.
Vandræðalegur hræðsluhlátur kviðast um vélina þegar mennirnir fara inn í flugstjórnarklefann og loka á eftir sér. Síðan fara vélarnar í gang og flugvélin byrjar að gera sig klára fyrir flugtak.
Farþegararnir eru farnir að skima í kringum sig og bíða eftir að einhver komi og segi að þetta sé bara grín, þegar vélin gefur í og fer hraðar og hraðar en virðist ekkert vera á leiðinni í loftið.
Þegar farþegarnir átta sig á því að þau stefna beint í stöðuvatn við enda brautarinnar í stað þess að taka á loft byrja allir að öskra í hræðslukasti, en einmitt þá tekur vélin sig mjúklega á loft eins og ekkert sé.
Inn í flugstjórnarklefanum segir aðstoðarflugmaðurinn við aðalflugmanninn: “Veistu Binni! Einn góðan veðurdag eiga þau eftir að öskra of seint… og við deyjum öll!”
Flugvél var nýkomin í loftið frá Keflavík og flugstjórinn var að ávarpa farþegana:
“Góðir farþegar, velkomin í flug númer CC888 til Alicante. Þetta er flugstjórinn sem talar. Nú, flugskilyrði eru góð. Við fáum meðvind og komum til með að fljúga í 33.000feta hæð og… AAAAAARRGG, GUÐ MINN GÓÐUR, HVAÐA…”
Löng þögn…
Síðan kemur flugstjórinn aftur í kallkerfið: “Góðir farþegar. Þetta er flugstjórinn sem talar. Mér þykir leitt ef ég hef hrætt ykkur áðan, en aðstoðarflugstjórinn missti kaffibollann sinn yfir mig. Þið ættuð bara að sjá framan á buxurnar mínar…”
“Það er ekkert,” kallar einn farþeginn, “hann ætti að sjá aftan á mínar!”
Jónas, þessi ákaflega fallegi maður, ákvað að það væri hans hlutverk í
lífinu að kvænast fallegustu konu í heimi og eignast með henni fallegasta barn veraldar.
Hann byrjaði að leita að fallegustu konunni, en eftir langa og stranga, en
árangurslausa leit á höfuðborgarsvæðinu lagði hann af stað norður í land.
Eftir tíðindalaust ferðalag kom hann í dalverpi eitt nálægt Skagafirði og þar á bæ einum hitti hann bónda sem átti þrjár dætur, hver annarri fegurri.
Jónas útskýrði fyrir bóndanum á hvaða ferð hann var og spurði bóndann
hvort hann mætti kvænast einni af dætrum hans.
Bóndinn sagði: “Þær eru allar á hötunum eftir eiginmönnum, svo þú skalt bara taka þá sem þér líst best á.”
Jónas fór út með elstu dótturinni. Daginn eftir spurði bóndinn hvað honum findist um hana.
“Tjah,” sagði Jónas. “Hún er bara píííínulítið, ekki svo að maður taki
neitt eftir því, kiðfætt.”
Bóndinn kinkaði kolli og bauð Jónasi að fara út með annarri dótturinni, svo Jónas bauð miðsysturinni út.
Daginn eftir spurði bóndinn hvað Jónasi findist um hana.
“Ja,” sagði Jónas, “Hún er bara píííínulítið, ekki svo að maður taki neitt eftir því, rangeygð.”
Bóndinn var sammála því og bauð Jónasi að tala við yngstu dótturina og Jónas bauð henni út.
Daginn eftir kom Jónas hlaupandi inn og sagði: “Hún er fullkomin, hreint út sagt fullkomin! Hún er fallegasta kona á jarðríki. Hún er sú sem ég vil kvænast og eignast með fallegustu börn veraldar!” Og þau giftust strax daginn eftir.
Um það bil níu mánuðum síðar fæddist lítið barn. Jónas fór á fæðingardeildina til að sjá fallegasta barn í heimi, en þá fékk hann að sjá eitthvað það al-ljótasta og skakkasta og hræðilegasta barn sem hægt er að ímynda sér. Jónas æddi til tengdaföður síns og spurði hvernig á þessu stæði, miðað við hvað foreldrarnir væru báðir fallegir.
“Tjah,” sagði bóndinn, “Hún var bara píííínulítið, ekki svo að maður tæki neitt eftir því, ólétt þegar þú hittir hana.”
——————————————————————————–
Einu sinni var ljóska úti að labba svo kom hún að á og sá aðra ljósku á hinum árbakkanum.
Þá sagði sú fyrri: Hvernig kest ég yfir á hinn árbakkann?
Þá svaraði hin: Þú ert á hinum árbakkanum!!!
Eigandi stórfyrirtækis var með ljósku í viðtali.
Svo sagði maðurinn:
Ef þú mættir velja einn mann, lifandi eða dauðan til að tala við, hvern mundiru þá velja ?
Þann lifandi auðvitað!!
Einu sinni voru Ameríkani, Rússi og Ljóska að tala saman.
Þá sagði rússinn: Við vorum fyrsta þjóðin í geiminum.
Þá sagði Ameríkaninn: Já, en við vorum fyrstir til að lenda á tunglinu!
Só eins og það sé eitthvað, sagði ljóskan þá. Við verðum fyrstar til að lenda á sólinni!
Rússinn og ameríkaninn ypptu öxlum og sögðu svo: Ertu hálviti? Það er ekki hægt að lenda á sólinni, þið mynduð brenna upp!
Ljóskan: Við erum ekki það heimskar, við myndum auðvitað fara um nótt!
á morgnana öskraru á mig að drulla mér á fætur !