Hvað færðu þegar systir þín vinnur í lottóinu
Nýjan mág
————————————————-
Hjónin höfðu verið gift í meira en tuttugu ár.
Alltaf þegar þau elskuðust heimtaði
eiginmaðurinn að hafa herbergið myrkvað.
Konunni fannst þetta fáránlegt eftir svo langt
hjónaband. Hún ákvað að gera eitthvað í málinu.
Og eitt kvöld þegar þau voru alveg á fullu
kveikti hún ljósin. Hún sá eiginmanninn með
risastórt hjálpartæki. Hún gjörsamlega fór á
límingunum. - Ertu náttúrulaus, auminginn þinn?
öskraði hún á manninn sem roðnaði og skammaðist
sín mikið. - Hvernig gastu logið að mér öll
þessi ár? æpti hún áfram. Eiginmaðurinn leit nú
hreinskilningslega beint í augu hennar og
sagði. - ég skal útskýra hjálpartækið ef þú
getur útskýrt börnin, elskan
————————————————-
Menntaskólakennari hafði lokið við að útskýra
mjög mikilvægt rannsóknarverkefni fyrir bekknum.
Hann lagði sérstaklega áherslu á að enginn gæti
útskrifast úr faginu nema að kunna skil á
verkefninu. Hann bætti svo við að hann myndi
fara ítarlega í verkefnið degi síðar og einu
afsakanirnar fyrir að mæta of seint væri ef
dauðsfall hefði orðið í fjölskyldunni eða
illvígur sjúkdómur hefði lagt einhvern í rúmið.
Mesti gæinn í bekknum rétti upp hendina og spurði
- “en ef maður er alveg búinn eftir geggjað
kynlíf, kennari?”. Bekkurinn sprakk úr hlátri og
gæinn var montinn með að hafa valtað yfir
kennarann. Þegar nemendurnir höfðu róast eftir
hláturinn leit kennarinn á gæjann og sagði.
- Ég býst við að þú þurfir þá bara að læra að
skrifa með hinni hendinni."
————————————————-