Hugsunin bak við brandarann var skemmtileg, hinsvegar framsetning & svör við þessum pósti finnst mér hafa eyðilagt hann.
1. Ef framsetningin hefði verið aðeins skárri og tja, minna langdregin?
fvs: Já er einmitt á leiðinni að fara að kúka einn stóran kúk í klósettið eins og ég geri venjulega þegar ég fer á klósettið hér. Af hverju spyrðu?
Verkstjórinn: Ég vildi bara láta þig vita að DV er hætt að koma daglega og kemur bara framvegis um helgar þannig að við í fyrirtækinu þurfum núna að spara kósettpappírinn sem við vinnum einmitt úr DV.
Hefði mátt minnka bæði svar þitt í einfalt já, + kannski 3-4 orð eða e-ð og svo svar verkstjórans í eitthvað einfaldara, t.d. ‘DV er núna einungis helgarblað svo að sparaðu klósettpappírinn.’ eða eitthvað þvíumlíkt.
2. Bæði það að þú útskýrir brandarann í brandaranum sjálfum (þeas verkstjórinn endar á þessu: ‘spara klósettpappírinn sem við vinnum einmitt úr dv.’ og þú útskýrir hann of mikið í svörum. Þú segir að hinir séu allir svo alvarlegir, en það ert þú nú líka, marg útskýrir osfrv. Bara leyfa fólki að túlka brandarann á eigin spýtum.