Fór svo í bíltúr um kvöldið til að sýna sig og sjá aðra. Topp lúgan var dregin niður og vindurinn blés í þær hárlýjur sem ennþá prýddu höfuð hans. Hann gaf hressilega í og þegar hraðamælirinn sýndi 180 sá hann skyndilega að baki sér lögguna með blikkandi ljósin.
Hmrmff… þeir ná mér aldrei á Mercedes Bens og hann gaf í… og gaf aftur í… Þá tók skynsemin völdin og hann sagði við sjálfan sig “Hvað er eiginlega að mér?” …hægði á og keyrði út í vegarkantinn.
Löggan kom að honum leit á ökuskírteinið og grandskoðaði bílinn:
“Þetta hefur verið langur vinnudagur” sagði hann “ég er að ljúka vaktinni og það er föstudagurinn 13. Ég nenni ekki meiri pappírsvinnu, og hef engan áhuga á yfirvinnu, - ég gef þér séns. Ef þú getur komið með góða afsökun fyrir þessum ofsahraða sem þú fórst á ,betri en ég hef nokkru sinni heyrt, þá læt ég þig sleppa í þetta sinn”
Kallinn hugsaði sig um nokkra stund og segir loks:
“Kellingin stakk af fyrir nokkrum dögum með lögreglumanni. Ég var skal ég segja þér svo hræddur um að þú værir að skila henni”
“Góða helgi” sagði löggan.
———————————
Kona fann Alladín-lampa liggjandi í fjörunni. Hún tók hann upp, pússaði hann og hvað haldið þið? Út úr lampanum steig andi. Furðu lostin konan spurði hvort hún fengi þrjár óskir uppfylltar. Andinn svaraði: “ Neeei— vegna verðbólgu, stöðugs samdráttar, lágra launa í löndum þriðja heimsins og heiftarlegrar samkeppni um allan heim, get ég aðeins veitt þér eina ósk og hvers óskar þú þér nú ? ” Án þess að hika sagði konan : “ Ég óska friðar í Mið-austurlöndum. Sérðu þetta kort ? Ég vil að þessi lönd hætti að berjast hvert við annað.” Andinn leit á kortið og hrópaði : “ VVVWaaaááááá, er ekki í lagi með þig manneskja ! Þessi lönd hafa átt í stríði í þúsundir ára. Ég bý yfir miklum mætti, en svona rosalega máttugur er ég ekki ! ” “ Ég held að þetta sé ekki framkvæmanlegt, þú verður að óska þér einhvers annars. ” Konan hugsaði sig um augnablik og sagði svo: “ Okey, ég hef aldrei getað fundið rétta manninn, þú veist : sem er tillitsamur, skemmtilegur, finnst gaman að elda, hjálpar til við að þrífa húsið, er góður í rúminu, semur við fjölskyldu mína, er ekki alltaf að horfa á íþróttirnar og er mér trúr. Já, það sem ég óska mér er : Góður maður ! ”
Andinn gaf frá sér langt andvarp og sagði : “ Láttu mig sjá þetta fjandans kort ”
——————–
Einu sinni voru tvíburar, Burkni og Frosti. Burkni átti gamalt snekkjuræksni. Það vildi til að eiginkona Frosta lést sama dag og snekkja Burkna sökk. Nokkrum dögum síðar hitti gömul kona Burkna og hélt að þar væri Frosti. Hún sagði því: “Ég samhryggist þér, vinur.” Burkni hélt að hún væri að tala um snekkjuna og sagði: “Æ, ég er nú feginn að vera laus við hana. Hún var alltaf hálfgerð drusla. Botninn á henni var allur skorpinn og hún lyktaði eins og úldin ýsa. Hún hélt ekki vatni og var með vonda rauf að aftan og risagat að framan. Í hvert sinn sem ég notaði hana stækkaði gatið og hún lak vatni um allt. Svo fór hún endanlega þegar ég lánaði hana fjórum vinum mínum sem langaði að skemmta sér. Ég varaði þá við að hún væri ekki mjög góð, en þeir vildu samt notast við hana. Svo reyndu þeir allir að fara í hana í einu og hún rifnaði bara í tvennt. ”
fann þá á eitthverri bloggsíðu :)
Voulez-vous coucher avec moi, ce soir?