Einu sinni var maður sem hét Páll. Einn daginn ákvað hann að það væri gaman að fara til miðils. Hann fór til einhverrar konu sem sérhæfði sig í þessu.
Hún skoðaði lófann á honum og náfölnaði og sagði síðan: “Ég sé svolítið svo hræðilegt að ég get ekki sagt það.”
Þá sagði Páll: “Gerðu það viltu segja mér hvað það er. Ég mun ekki una mér hvíldar þar til aðég veit hvað þetta hræðilega er.” Eftir smá stund samþykkti miðillinn að skrifa þetta hræðilega á miða handa honum, en með einu skilyrði; hann mætti ekki líta á miðann fyrr en á dánarbeðinu. Páll fékk svo miðann og fór.
Hann fór heim og sagði konunni sinni frá spákonunni og miðanum. Konan hans grátbað hann um að fá að sjá miðann. Loksins sýndi hann henni hann-en leit ekki á hann sjálfur.
Eftir að hún las miðann gólaði hún á Pál: “Drullaðu þér út, ég vil aldrei sjá þig aftur!”
Eftir að skilnaðinn trúði Páll yfirmanni sínum fyrir öllu saman og sýndi honum miðann-en eins og fyrr þá leit hann ekki á hann sjálfur.
Yfirmaðurinn brjálaðist og öskraði á hann: “Þú ert rekinn, hirtu draslið þitt og komdu þér út!”
Páll fékk síðan vinnu á sjó. Svo einhvern tíma þegar Páll var á sjó í Karabískahafinu þá ákvað hann að trúa skiptstjóranum fyrir öllu saman. En sýndi honum ekki miðann. Skipstjórinn vildi þá fá að sjá miðann og Páll hugsaði: “Æj, hvern getur það sakað? Við erum á miðjum sjó. Hann hendir mér nú varla út hér.”
En hann hafði rangt fyrir sér; skipstjórinn vísaði honum burt í björgunarbáti. Hann æpti á eftir honum: “Hevítis viðbjóðurinn þin! Þú munt aldrei aftur fá vinnu á sjó á meðan ég lifi!”
Svo eftir einhverja daga á bátnum þá var Páll farinn að finna að han átti ekki mikið eftir. Hann sagði við sjálfan sig: “Þessi helvítis miði er búinn að eyðileggja líf mitt. Það er kominn tími til þess að ég lesi hann.”
Og einmitt þegar hann varað fara að lesa miðann þá fauk hann burt.