
Einn dag spurði Óli mömmu sína hvort hann mætti fá hjól þarsem honum langaði svo rosalega í hjól, mamma hans svaraði:“Óli minn þú veist að við eigum ekki efni á því”
Óli gafst samt ekki upp hann fór inn í herbergið hjá sér og byrjaði að skrifa Guði bréf.
Fyrst skrifaði hann:
“Kæri Jesú
Ég heiti Óli og mér langar í hjól.
Ég er alltaf góður strákur.
Kveðja Óli”
En Óli vissi að þetta var ekki alveg rétt þar sem hann var ekki alltaf góður strákur svo hann byrjaði upp á nýtt:
“Kæri Jesú
Ég heiti Óli og mér langar í hjól.
Ég er næstum því alltaf góður strákur.
Kveðja Óli”
Enn fannst Óla þetta ekki alveg rétt svo hann breytti þessu aftur:
“Kæri Jesú
Ég heiti Óli og mér langar í hjól.
Ég er næstum aldrei góður strákur.
Kveðja Óli”
Nú fannst Óla þetta rétt en samt gat hann ekki séð að hann fengi hjól fyrir þetta bréf.
Þá fór Óli framm í stofu tók styttu af Maríu Mey, stakk styttunni inn á sig og hljóp inn í herbergi, setti styttuna undir rúm og skrifaði nýtt bréf:
Jesú ef þú vilt sjá mömmu þína aftur þá skaltu gefa mér hjól!!!"