Einu sinni dóu 3 vinkonur í bílslysi og fóru til himna. Þar tók Lykla-Pétur við þeim og sagði: Það er aðeins ein regla hér og það er að það má alls ekki stíga á öll blómin!


En um leið og þær voru komnar inn þá steig sú fyrsta á blóm. Og um leið var Lykla-Pétur kominn með ljótasta mann sem hún hafði séð á ævinni og handjárnar þau saman og segir: Svona verðið þið það sem eftir er.


Þeirri næstu brá svo mikið að hún steig á blóm og það fór eins fyrir henni og vinkonu hennar.


Þá var komið að þessari seinustu. Í heilt ár passaði hún sig á að stíga ekki á blóm og þá kom Lykla-Pétur með fallegasta mann sem hún hafði séð á ævinni, handjárnaði þau saman og sagði: Svona verðið þið það sem eftir er. Og hún sagði: Hvað hef ég gert til að verðskulda þig? Þá svaraði maðurinn: Ég veit það nú ekki. Það eina sem ég gerði var að stíga á eitt blóm!