Bráðlega var svo komið að hann gat ekki séð um allan reksturinn
einn og tók inn meðeiganda, ungan pilt fullan af eldmóði og áhuga.
Pilturinn var þar að auki ný-útskrifaður úr viðskiptadeild HÍ og kunni
allt.
Ungi maðurinn gerði fljótlega ýmsar breytingar á fyrirtækinu og það gekk
enn betur en áður og gróðinn jókst til muna, Jónasi til mikillar ánægju.
Það var bara eitt í sambandi við unga manninn sem fór í taugarnar á Jónasi
og það var að hann þakkaði sér allt sem vel fór. Hann átti það til dæmis
til að segja “Nú er ég búinn að endurskipuleggja spjaldskrána svo bréfaskipti
verði auðveldari,” eða “Mér tókst að ná samningum við Guðmund í Sölunni og það
gefur aukningu í tekjum upp á 5 prósent.” Jónas ákvað að leggja drengnum nokkrar
lífsreglur.
“Sjáðu nú til, drengur minn,” sagði Jónas, “mér líkar afskaplega vel við þig
og það sem þú ert að gera hérna í fyrirtækinu, en það er bara eitt, þú þakkar
sjálfum þér allt sem gert er. Þetta er nú mitt fyrirtæki líka. Sko, í staðinn
fyrir að segja ‘Ég gerði þetta’ og ‘Ég gerði hitt’ þá ættirðu að segja ‘Við
gerðum hitt’ eða ‘Við gerðum þetta’, skilurðu? Þá heyrist að hér er um
sameignarfélag að ræða.”
En þetta var til einskis. Drengurinn hélt uppteknum hætti og eignaði
sjálfum sér allar framfarir. Einn daginn, aftur á móti, kom hann inn
til Jónasar og sagði “Nú erum við í vandræðum, Jónas.”
Jónas varð svo glaður við að heyra hann segja ‘við’ að í staðinn fyrir
að skamma hann þá sagði hann “Elsku drengurinn, segðu mér bara hvað það
er og við ráðum fram úr því. Við erum jú meðeigendur og félagar. Segðu
mér nú bara hvaða vandræði við höfum komið okkur í.”
“Við erum búnir að gera ritarann ólétta.”
<br><br><b>******************************************************************************************
I do what I do, I am who I am, if you don´t like it……PISS OFF
-psycho 2001</b>
líttu á heima síðuna mína <a href="http://kasmir.hugi.is/psycho“ target=”_blank“>hér</a>
skrifaðu mér <u><b>HATE MAIL</u></b> <a href=”http://pub.alxnet.com/guestbook?id=2197398“ target=”_blank">hérna</a
******************************************************************************************