Jónas var akandi úti á landi og kom við í litlum bæ á ónefndum landshluta
ekki allfjarri. Þar ekur allt í einu stór svartur bíll í veg fyrir hann á mikilli
ferð, svo að bifreið Jónasar skellur á honum og endar síðan úti í skurði.
Að svo búnu ók svarti bíllinn burt á enn meiri hraða. Jónas fór náttúrulega
ösku-illur á næstu lögreglustöð til að kæra ökumanninn. Þegar hann hafði
sagt varðstjóranum númerið á bílnum varð varðstjórinn hörkulegur á svipinn
og sagði:

“Og þú ætlar, sem sagt, að kæra ökumanninn?”
“Þess vegna er ég hér kominn,” sagði Jónas.
“Þekkir þú bæjarstjórann persónulega,” spurði varðstjórinn.
“Nei, ég get ekki sagt það,” svaraði Jónas.
“Og ég geri ráð fyrir að þú kannist við mág lögreglustjórans í bænum?”
spurði varðstjórinn.
“Nei,” sagði Jónas, “auðvitað ekki.”
“Þá hlýtur þú að þekkja bróður þingmannsins okkar, ha?” sagði varðstjórinn.
“Nei, ekki hann heldur,” sagði Jónas.
“Sjáðu til,” sagði varðstjórinn, “ef þú setur þá alla í einn mann, þá er það sá
hinn sami og þú segir að hafi svínað á þig. Borgaðu mér 10.000 krónur í sekt
fyrir að tefja umferðina og komdu þér í burt úr bænum!”

<br><br><b>******************************************************************************************

I do what I do, I am who I am, if you don´t like it……PISS OFF
-psycho 2001</b>

líttu á heima síðuna mína <a href="http://kasmir.hugi.is/psycho“ target=”_blank“>hér</a>
skrifaðu mér <u><b>HATE MAIL</u></b> <a href=”http://pub.alxnet.com/guestbook?id=2197398“ target=”_blank">hérna</a
******************************************************************************************