Jónas var á kránni og óskapaðist: “Það er ekki að spyrja að unga fólkinu í dag!!! Það veit ekki hvað vinna er. Það lætur letina og ómennskuna ráða öllum sínum gerðum. Þetta var nú eitthvað annað þegar við vorum ungir, ha!!” Alli viðstaddir samþykkja þetta. Jónas heldur áfram: “Þegar ég kom fyrst hingað til bæjarins þá átti ég ekki neitt nema fötin sem ég var í, götótta skó og broddstaf á öxlinni með rauðan klút bundinn í böggul á endanum. En í dag er ég virtur borgari, ég á hálfan bæinn, þar með talið kvikmyndahúsið, tvo skemmtistaði, eina kjörbúð og þrjár blokkir!”

“Þetta er ótrúlegt,” sagði einn í hópnum. “En, segðu mér, hvað varstu með í rauða klútnum á broddstafnum?”

“Tvöhundruð og sjötíu miljón krónur!”



<br><br><b>******************************************************************************************

I do what I do, I am who I am, if you don´t like it……PISS OFF
-psycho 2001</b>

líttu á heima síðuna mína <a href="http://kasmir.hugi.is/psycho“ target=”_blank“>hér</a>
skrifaðu mér <u><b>HATE MAIL</u></b> <a href=”http://pub.alxnet.com/guestbook?id=2197398“ target=”_blank">hérna</a
******************************************************************************************