Pabbi Jónasar dó og mamma hans tók því mjög illa. Hún var óhuggandi í marga daga og sat inni hjá sér og talaði ekki við nokkurn mann. Loks tók hún sér tak og fór að blanda geði við aðra. Þá sá Jónas sér til hrellingar að gamla konan var farin að ganga með buxurnar af pabba hans um hálsinn. Hann kom því að máli við prestinn og bað hann um að gera eitthvað í málinu.

Séra Guðmundur kom þá að máli við gömlu konuna og reyndi að fá hana til að sleppa buxunum, en það var sama hvað hann sagði, sú gamla vildi það ekki.

“En af hverju ertu þá með buxurnar hans Jóns um hálsinn?” spurði presturinn.
“Það er vegna þess að þær veita mér mikla huggun,” sagði gamla konan.
“En þá ættir þú frekar að ganga um með Biblíuna. Þar er miklu meiri huggun að finna.” sagði presturinn.
“Já, en,” sagði gamla konan, “það stendur ekki í Biblíunni sem stóð í buxunum hans Jóns míns.”



<br><br><b>******************************************************************************************

I do what I do, I am who I am, if you don´t like it……PISS OFF
-psycho 2001</b>

líttu á heima síðuna mína <a href="http://kasmir.hugi.is/psycho“ target=”_blank“>hér</a>
skrifaðu mér <u><b>HATE MAIL</u></b> <a href=”http://pub.alxnet.com/guestbook?id=2197398“ target=”_blank">hérna</a
******************************************************************************************