Árið 1957:
Bóndi selur poka af kartöflum fyrir 20 krónur. Framleiðlukostnaðurinn er 4/5 af verðinu. Hver er hagnaðurinn?
Árið 1967:
Bóndi selur poka af kartöflum fyrir 20 krónur. Framleiðslukostnaðurinn er 16 krónur. Verið nú svo væn að reikna út hagnaðinn.
Árið 1977:
Bóndi selur mengi kartaflna (A) fyrir mengi peninga (B). B er safnmengi allra hluta í B þar sem gildir að B er ein króna. Á strikamengisformi má fá út fjöldann í mengi B með því að teikna tuttugu lítil strik (||||||||||||||||||||), eitt fyrir hverja krónu. Framleiðslukostnaðarmengið (C) er sextán (||||||||||||||||) lítil strik. Teiknið mynd af menginu C sem hlutmengi af menginu B og gefið lausnarmengið (D) sem sýnir svarið við spurningunni: Hve stórt er hagnaðarmengið?
Árið 1987:
Bóndi selur poka af kartöflum fyrir 20 krónur. Framleiðslukostnaðurinn er 4/5 af því, eða 16 krónur. Hagnaðurinn er 1/5, eða 4 krónur. Strikið undir orðið „kartöflur“. Ræðið!
Árið 1997:
Bóndi selur poka af kartöflum fyrir 20 krónur. Framleiðlukostnaðurinn er 4/5 af verðinu. Notið reiknivél til að reikna út hagnaðinn, gerið framleiðsluskýrslu, fyllið út skattframtalseyðublöð, reiknið út virðisaukaskatt og nefnið alla þá sjóði sem bóndinn getur sótt um styrki til þegar hann er orðinn gjaldþrota.
Viðbót við þennan brandara frá THL:
Önnur útgáfa fyrir árið 1997:
Bóndi selur poka af kartöflum fyrir 20 krónur. Framleiðslukostnaður er 100 krónur. Neytandi kaupir pokann á 200 krónur sem er 20 sinnum meira en innfluttur poki hefði kostað og greiðir aðrar 200 krónur í skatta sem fara í að borga bóndanum 70 krónur svo hann tapi bara 10 krónum á að selja pokann og 130 krónur sem hverfa í einhverja sjóði sem enginn hefur lengur tölu á. Spurt er: Hvaða þingmenn verja þetta kerfi og hverjir sjá sér hag í því að kjósa þá á þing?
<br><br><b>******************************************************************************************
I do what I do, I am who I am, if you don´t like it……PISS OFF
-psycho 2001</b>
líttu á heima síðuna mína <a href="http://kasmir.hugi.is/psycho“ target=”_blank“>hér</a>
skrifaðu mér <u><b>HATE MAIL</u></b> <a href=”http://pub.alxnet.com/guestbook?id=2197398“ target=”_blank">hérna</a
******************************************************************************************