Jónas og Guðmundur voru að spila golf saman, 9 holur eins og venjulega. Jónas bauð Guðmundi uppá smá veðmál. „Spilum upp á fimmþúsund kall á hringinn.“ Guðmundur gekk að því og þeir byrjuðu að spila.

Þeir spiluðu báðir glæsilega og eftir átta holur er Guðmundur með eins höggs forystu. Á 9. og síðustu holunni sker hann kúluna harkalega og hún flýgur út af brautinni og hverfur. „Hjálpaðu mér að finna kúluna mína,“ segir hann við Jónas.

Eftir nokkrar mínútur er hvorugur búinn að finna kúluna og þar sem týnd kúla er fjögurra högga víti þá laumast Guðmundur til að taka aðra úr vasanum og láta hana detta á jörðina. „Ég fann hanna!“ kallar hann til Jónasar.

Jónas horfir á hann særður á svip. „Ætlar þú að eyðileggja tuga ára vináttu og svindla í golfi fyrir skitinn fimmþúsund kall?“

„Hvað meinarðu svindla?“ spyr Guðmundur. „Ég fann kúluna mína hérna í þessu háa grasi!“

„Helvítis lygari!“ beljar Jónas. „Ég skal bara láta þig vita það að ég er búinn að standa á kúlunni þinn síðustu fimm mínúturnar!“

<br><br><b>******************************************************************************************

I do what I do, I am who I am, if you don´t like it……PISS OFF
-psycho 2001</b>

líttu á heima síðuna mína <a href="http://kasmir.hugi.is/psycho“ target=”_blank“>hér</a>
skrifaðu mér <u><b>HATE MAIL</u></b> <a href=”http://pub.alxnet.com/guestbook?id=2197398“ target=”_blank">hérna</a
******************************************************************************************