Þrír félagar voru að metast um það hver hefði upplifað æsilegasta atburðinn.

Hannes lýsti því þegar hann var í lögreglunni og lenti í æsilegri eftirför frá Hafnarfirði alla leið norður í Aðaldal og ók aldrei undir 170 km hraða. Hinir tveir kinkuðu kolli og féllust á að þetta hafi verið sannarlega æsilegt.

Guðmundur sagði þá frá því þegar hann var í slökkviliðinu og þeir voru kallaðir í bruna um miðja nótt í húsmæðraskólanum. Það sem var æsilegast þar, var þegar stúlkurnar köstuðu sér hver á fætur annarri, hver annarri minna klædd í fang hans og þökkuðu honum fyrir að bjarga sér. Hinir tveir sannfærðust auðveldlega um að þetta hafi verið æsilegt.

Jónas sagði þá frá því þegar hann vann hjá útfararstofu og var kallaður á Hótel Borg að sækja þar hótelgest sem hafði dáið skyndilega um nóttina. „Þegar ég kom á herbergið sá ég hvar maðurinn lá á rúminu með lak yfir sér, en vandinn var sá að hann var með einhverja þá stærstu standpínu sem ég hef séð um æfina. Nú voru góð ráð dýr og ekki hægt að flytja aumingja manninn í þessu ástandi í gegnum móttökuna á hótelinu þar sem væri án efa fjöldi fólks, svo ég fékk mér kústskaft og sló eins fast og ég gat í gaurinn á honum til að fá hann niður.“

„Og hvað var svona æsilegt við það?“ spurðu hinir.

„Jú, sko,“ sagði Jónas, „ég var í vitlausu herbergi.“
<br><br><b>******************************************************************************************

I do what I do, I am who I am, if you don´t like it……PISS OFF
-psycho 2001</b>

líttu á heima síðuna mína <a href="http://kasmir.hugi.is/psycho“ target=”_blank“>hér</a>
skrifaðu mér <u><b>HATE MAIL</u></b> <a href=”http://pub.alxnet.com/guestbook?id=2197398“ target=”_blank">hérna</a
******************************************************************************************