Jónas og fjölskylda voru að borða á fínu veitingahúsi um daginn þegar Siggi litli gerði dálítið heimskulegt: hann gleypti hundraðkall, sem stóð í honum, svo hann var um það bil að kafna. Jónas stóð upp og kallaði hátt „Hjálp! Hjálp! Sonur minn gleypti hundraðkall og er að kafna. Getur einhver hjálpað okkur?“

Maður nokkur við nálægt borð stóð upp og sagðist hafa dálitla reynslu af svona hlutum. Hann gekk til Sigga næstum svipbrigðalaus í framan, tók um kynfæri hans og kreisti. Út skaust hundraðkallinn. Maðurinn sneri aftur að borðinu sínu og settist eins og ekkert hefði í skorist.

„Þakka þér fyrir! Þakka þér fyrir!“ sögðu bæði Jónas og Magga. „Ertu læknir eða sjúkraflutningsmaður, eða eitthvað svoleiðis?“

„Nei,“ sagði maðurinn. „Ég vinn á skattstofunni.“
<br><br><b>******************************************************************************************

I do what I do, I am who I am, if you don´t like it……PISS OFF
-psycho 2001</b>

líttu á heima síðuna mína <a href="http://kasmir.hugi.is/psycho“ target=”_blank“>hér</a>
skrifaðu mér <u><b>HATE MAIL</u></b> <a href=”http://pub.alxnet.com/guestbook?id=2197398“ target=”_blank">hérna</a
******************************************************************************************