Ég fór í verslun um daginn. Ég var bara í 5 mínútur og
þegar ég kom út var djöfilsins andskotans lögga að skrifa sektarmiða.
Svo ég gekk að honum og sagði, “Heyrðu félagi, hvernig væri að gefa mönnum
smá sjéns ?” Hann leit ekki við mér og hélt áfram að skrifa
sektarmiðann, svo ég kallaði hann blýantsnagandi nasista. Hann leit snögg á
mig og
byrjaði á því að skrifa annann sektarmiða fyrir of slitin dekk undir
bílnum.
Þá kallaði ég hann rolluríðandi, hoppandi fáráðling. Hann lauk við að
skrifa miða
nr. 2 og setti hann á bílinn með fyrsta miðanum. Svo
byrjaði hann að skrifa þriðja miðann !! Svona gekk þetta í um 20 mínútur,
því meira
sem ég svívirti hann, því fleiri sektarmiða skrifaði hann. Mér var í raun
andskotans sama,
en þið hefðuð átt að sjá svipinn á honum þegar ég fór yfir götuna að bílnum
mínum,
fór inn í hann og keyrði burt.