Á eyðieyju einni fjarri allri mannabyggð (auðvitað) strandaði skip en á skipinu var fólk samankomið af ólíkum þjóðernum. En það var ekki fyrr en mánuði síðar sem greyið fólkið fannst og hafði þá ýmislegt á daga þeirra drifið…


Strandaglóparnir voru:

2 ítalskir menn og ein ítölsk kona
2 franskir menn og ein frönsk kona
2 þýskir menn og ein þýsk kona
2 grískir menn og ein grísk kona
2 breskir menn og ein bresk kona
2 búlgarskir menn og ein búlgörsk kona
2 japanskir menn og ein japönsk kona
2 kínverskir menn og ein kínversk kona
2 bandarískir menn og ein bandarísk kona
2 írskir menn og ein írsk kona
2 íslenskir karlmenn og 1 íslensk kona
Mánuði síðar á þessari sömu eyju höfðu eftirfarandi atburðir átt sér stað:

Annar Ítalinn drap hinn vegna ítölsku konunnar

Frönsku mennirnir og franska konan lifa í sátt og samlyndi

Þjóðverjarnir hafa komið sér upp mjög stífu vikulegu fyrirkomulagi um að heimsækja þýsku konuna

Grikkirnir sofa hjá hverjum öðrum á meðan gríska konan þrífur og eldar handa þeim

Bretarnir bíða enn eftir að einhver kynni þá fyrir ensku konunni

Búlgararnir horðu lengi á sjóndeildarhringinn og svo á búlgörsku konuna og stungu sér síðan til sunds

Japanirnir sendu símbréf til Tokýó og bíða enn leiðbeininga

Kínverjarnir hafa komið upp apóteki, vínbúð, veitingastað og þvottahúsi og kínverska konan er barnshafandi af völdum “þeirra” því starfsmenn vantar

Bandaríkjamennirnir eru á barmi taugaáfalls því bandaríska konan kvartar í sífellu yfir líkamsvextinum sínum; yfir eðli konunnar; hvernig hún er fær um að gera hvaðeina sem þeir geta; nauðsyn þess að lifa fullnægjandi lífi; jafnri skiptingu á heimilisverkum; hvernig sandurinn og pálmatréin valda því að hún virðist feitari; hvernig síðasti kærastinn virti skoðanir hennar og kom betur fram við hana en þeir tveir; hve samband hennar við móður sína verður betra með degi hverjum og að lokum hve skattarnir eru lágir og að það skuli aldrei rigna

Írarnir tveir hafa skipt eyjunni í norður og suður og sett upp landamæri. Þeir minnast ekki hvort til kynlífs hafi komið því það er allt í móðu eftir fyrstu lítrana af kókosviskíinu. En þeir eru sáttir því Bretarnir eru ekki að njóta sín.

Íslendingarnir væru orðnir stórskuldugir við verslanir og veitingahús Kínverjanna og á brugghús Íranna. Íslenska konan væri búin að sofa hjá ítölsku, frönsku og amerísku karlmönnunum á meðan íslensku karlmennirnir væru búnir að reikna út að þeir væru fallegastir, sterkastir, gáfaðastir og fjölmennastir miðað við höfðatölu




-
Af speglinum, sem sennilega hefur hnuplað þessu einhversstaðar líka.
Skoðanir Octavo eru hans eigin og gætu því stangast á við skoðanir annarra á Huga. Þér er velkomið að: