Það var eitt sinn ljóska sem (eins og við öll ) var orðin þreytt á ljóskubröndurum og vildi helst
koma sér úr þessum minnihlutahóp. Hún ákvað því að lita hárið á sér brúnt og þannig koma
sér í hóp þeirra sem tekið ermark á. Eina helgi í ágúst fór hún í bíltúr uppí sveit. Hún var ekki
komin langt þegar hún sá féhirði vera að smala fjöldann allan kindum. Verandi dolfallin aðdáandi
fjórfætlinga stoppaði hún bílinn og gaf sig á tal við féhirðinn. Eftir nokkurt smátal spurði hún
hirðinn hvort að hún mætti eiga eina kind ef hún gæti giskað á hversu margar kindur hirðirinn
var með. Hirðirinn var viss í sinni sök um að það gæti hún aldrei og tók áskoruninni. “Ljóskan”
okkar hugsaði sig vel um og að lokum kom hún með töluna 294. Hirðirinn trúði ekki sínum eigin
eyrum því að það var akkúrat fjöldi kindanna. En vegna þess að hann var heiðarlegur að eindæmum leyfði
hann henni að velja eina kind. “Ljóskan” tók sér góðan tíma en að lokum valdi hún eina sem var
mun líflegri en allar hinar. Hirðirinn leit á hana og spurði:,, Ef ég get giskað á rétta háralit þinn -
má ég þá fá hundinn minn aftur" ?!
Hvernig á að heilla konu: Hrósaðu henni, faðmaðu hana, kysstu hana, haltu utan um hana, elskaðu hana, strjúktu henni, stríddu henni, huggaðu hana, verndaðu hana, eyddu peningum í hana, bjóddu henni út að borða, kauptu gjafir handa henni, hlustaðu á hana, stattu við hlið hennar, styddu hana, farðu hvert sem er fyrir hana…
Hvernig á að heilla mann: Mættu nakin… með bjór.