Einu sinni var maður. Maður þessi var ekkert sérstakur að neinu leyti nema að því að hann var með gríðarstórt kýli á vinstri augabrúninni. Hann fór í göngutúr og rakst á hænu. Þessi hæna var grindhoruð og leit býsna illa út. Hann ákvað, eins og hver skyniborinn maður myndi, að líta fram hjá augljósri neyð þessarar hænu og ætlaði að ganga sinn veg þegar hænan sagði við hann:“Heyrðu mig ungi maður, værirðu til í að hjálpa mér yfir götuna? Ég hef beðið alla ævi eftir tækifæri til að komast yfir en núna er ég orðin svo gömul og hrum að ég get mig hvergi hreyft.” Þar sem maðurinn gat með engu leitt hænuna hjá sér núna, tók sig til og bar hænuna yfir götuna. Þegar yfir var komið þakkaði hænan honum fyrir og lofaði því að launa honum greiðann. Því miður fékk hún ekki tækifæri til þess þar sem hún varð undir bíl þegar hún ætlaði yfir götuna til að sækja veskinu sínu, sem hún hafði gleymt.
Endi