Prestur einn gekk inná bílasölu og þar kom sölumaður og sagði: ,,Ég er með einn mjög góðan bíl fyrir þig, hann er raddstýrður og skipanirnar eru hentugar fyrir þig''
Presturinn vildi sjá þennan bíl og sölumaðurinn fór og sýndi honum bílinn. Sölumaður: Raddskipanirnar eru svona: Amen þýðir stopp og Halleluja þýðir áfram. Presturinn: Já mjög flott, ég tek þennan bíl!!. Sölumaðurinn fer og sækir pappíra og presturinn kvittar allt og keyrir nýja og flotta bílinn út úr verslunnini.
Eftir dágóðan tíma var hann kominn langt uppí sveit og var svangur. Þá hugsaði hann hvernig hann ætti að stoppa bílinn, hann man það ekki. Malbikið varð búið og hann keyrði á þvílikum hraða á Möl og stórum steinum og sá að það var stór klettur sem hann var að fara keyra fram af! Presturinn hamaðist á raddstýringunum en ekkert gekk.
Þar til að Presturinn fór með bæn og sagði ‘'Amen’' í enda bænarinnar og þá stoppaði bílinn við brúnina!!
Presturinn þakkaði guð og þar með öskraði hann HALLELUJA

Þið vitið rest;)