Dag einn var bóndi nokkur að leita að syni sínum, sem átti að vera í verkunum. Loks finnur hann strákinn á bakvið hlöðu að kippa í. Bóndi er ekki ánægður og sendir strákinn með skömmum aftur til vinnu.

Eftir að hafa komið að stráknum aftur og aftur á nokkrum vikum finnst bónda nóg komið.

“Sonur,” segir hann, “ég held að það sé tími til kominn að þú náir þér í konu til að hugsa um þig, ef þú skilur hvað ég meina!”

“Jæja, ef þú heldur það. Allt í lagi pabbi.”

Eftir þó nokkurn tíma gengur strákur í það heilaga með ungri indælli stelpu og allt virðist vera komið í eðlilegt horf hjá stráknum. Þar til einn góðan veðurdag að bóndinn kemur að honum á bak við hlöðuna, einan.

“Fjandinn hafi það strákur. Hvað í helvítinu ertu að gera? Ég hélt að þetta vandamál væri leyst eftir að þú giftir þig!?”

“Ég veit pabbi,” svarar strákurinn dapur í bragði, “en stundum verða litlu hendurnar hennar svooo þreyttar!”
Skoðanir Octavo eru hans eigin og gætu því stangast á við skoðanir annarra á Huga. Þér er velkomið að: