Jónas var heima með Möggu konu sinni þegar hann heyrði bankað á framdyrnar. Jónas opnaði og þar var kominn Guðmundur vinur hans, allur í hnipri með hendurnar niður á milli læra sér og sársaukasvip á andlitinu.
„Hvað kom fyrir þig?“ spurði Jónas.
„Ég fékk bolta í mig!“ stundi Guðmundur.
Þá kom Magga fram, tók í höndina á Guðmundi og sagði „Svona, svona, ég skal redda þessu.“
Jónas lokaði framdyrunum og fór síðan á eftir þeim inn í eldhús. Þegar hann kom þangað, þá sá hann hvar Magga var búin að hafa til skál með svölu rósavatni og var að baða liminn á Guðmundi með bómull og ilmolíum.
„Alla malla!“ sagði Jónas. „Hvernig ertu, vinur minn?“ spurði Jónas.
Guðmundur sneri sér til Jónasar og sagði „Veistu hvað, Jónas, ég held að það sem Magga er að gera hjálpi mér alveg heilmikið!“ Síðan lyfti hann upp hægri hendinni og bætti við „En ég held að ég missi helvítis nöglina samt.“