Ég var að fara norður á Akureyri um daginn, en þegar ég kom í Hrútafjörðinn varð ég að stoppa í Staðarskála og fara á klóið. Ég fór á básinn og setti mig í stellingar á setunni. Alveg um það leyti sem aðgerð var hefjast heyri ég sagt í básnum við liðina “Hæ, hvernig gengur?” Ég er nú ekki þessi týpa að hefja samræður við ókunnuga á klósetti í veitingahúsi um það leyti sem ég er að hefja rembinginn. En ég vissi ekki hvernig ég átti að taka þessu svo ég svaraði, “Nú vo sem ekki illa” Þá heyrist úr hinum básnum “Jæja, hvað ertu að stússast?” Var einhver að tala um bjánalegar spurningar? Mér var farið að finnast þetta dálítið þreytandi, en ég svaraði “Ég er á leiðinni norður en varð að skreppa á klóið.” Þá heyri ég, “Heyrðu, ég verð að hringja í þig seinna. Í hvert skipti sem ég reyni að tala við þig svarar einhver rugludallur hér við hliðina á mér!”
————————————————
Tveir stóðu fyrir framan himnaríki sem hétu Jói og Kalli.
Jói spurði: hvernig dóst þú?
Kalli: ég fraus til dauða, en þú
Jói: ég dó úr hamingju
Kalli: hvernig getur maður dáið úr hamingju
Jói: fyrsta daginn kom ég heim og allt var hreint, konan mín tekur aldrei til þannig að ég vissi að hún var að halda framm hjá, ég leitaði um allt hús en fann engan.
Annan daginn kom ég heim og það var matur á borðinu,kona mín eldar aldrei þannig að ég vissi að hún að halda fram hjá svo að ég leitaði út um allt en fann engan.
þriðja daginn kom ég heim og fann blóm á borðinu, konan mín kaupir aldrei blóm þannig að ég vissi að hún að halda framhjá ég leitaði um allt en fann engan þannig að ég hreinlega dó á staðnum.
Kalli:AULINN ÞINN ef þú hafðir bara opnað ísskápinn værum við báðir á lífi.