25 ÁSTÆÐUR FYRIR ÞVÍ HVERS VEGNA ÆTTI AÐ VEITA ÁFENGI Á VINNUSTÖÐUM!
1. Það er góð ástæða fyrir að mæta yfirleitt til vinnu.
2. Áfengi dregur úr stressi/spennu eða virðist allavega gera það.
3. Áfengi gerir öll samskipti opinskárri.
4. Þegar fólk er góðglatt kvartar það síður yfir lágum launum.
5. Fjarvistum vegna timburmanna fækkar.
6. Starfsmenn segja yfirmönnum sínum hvað þeim finnst, ekki það sem þeir vilja heyra.
7. Fólk þarf ekki að leita að bílastæði það sem enginn kemur á bíl til vinnu.
8. Fundir verða ef til vill ekki árangursríkari en hins vegar miklu skemmtilegri.
9. Það eykur starfsgleði fólks. Þeir sem eru í vondu starfi láta sér það í léttu rúmi liggja.
10. Frídögum fækkar þar sem fólk vill heldur mæta í vinnuna en að hanga heima.
11. Samstarfsfólkið lítur betur út.
12. Maturinn í mötuneytinu virðist bragðast betur.
13. Yfirmenn eru ósparir á kauphækkanir þegar þeir eru í því.
14. Aukin bjartsýni eykur tiltrú fólks á fyrirtækið.
15. Það er ekki jafn pínlegt að ropa á fundum.
16. Starfsmenn vinna lengur þar sem það er engin ástæða til að kíkja inn á barinn á leiðinni heim.
17. Starfsfólkið er ófeimnara við að viðra hugmyndir sínar.
18. Fólki finnst vinnan verða léttari eftir að það hefur fengið sér einn tvo drykki.
19. Minni líkur á að fólk helli sig fullt í hádeginu.
20. Auknar líkur á að þú sjáir yfirmann þinn nakinn.
21. Bætt samskipti við Rússa.
22. Ræstingaskápurinn verður loksins að einhverju gagni.
23. Fólk þarf ekki lengur að notast við kaffi til að láta renna af sér.
24. Það þykir ekki lengur djarft að sitja á ljósritunarvélinni.
25. Það er ekkert óvanalegt við að vera þvoglumæltur.