Commentið þið á hvern brandara sem þið lesið? Lesið þið bara og farið eitthvert annað? Miðað við hvað það eru margar flettingar hérna þá ættu að vera 600% fleiri comments, miðað við á öðrum áhugamálum.
Greina/korka- höfundum finnst rosalega gaman að fá skemmtileg álit til baka eins og “Góður þessi” “Haha ” “Lol” og fleira í þeim dúr. Hinsvegar má alveg sleppa commentum eins og “Hann er gamall af hverju samþykktiru þetta admin??” því margir eru að koma hingað í fyrsta sinn- og þótt ekki hafa eflaust margir ekki heyrt brandarana sem að eru sentir inn. Að sjálfsögðu gildir þetta fyrir önnur áhugamál, skítköst, dónaskapur og leiðindi en ég efast ekki um að það gleður marga um að fá “haha góður þessi” heldur en “váá heyrt hann oft áður.. ekki fyndinn lengur..”
Er það þess vegna sem að það er svona lítið um comment hér á slóðum? Er búið að ná að troða inn í hausinn á öllum um að ekki vera með leiðindi þegar það er commentað heldur frekar að sleppa því? Eða er fólk miklu einfaldlegra, bara latt við að skrifa comment á hvern einasta brandara sem kemur hingað inn.. Need answers