Brandari
Einu sinni var kona ein sem var ú gæludýrabúð. Hún sá þar tilboð á talandi páfagauki sem henni leist mjög vel á. Ákvað hún að kaupa hann og gerði hún það. Afgreiðslukonan varaði hana við að páfagaukurinn gæti talað dónalega því hann var áður á hóruhúsi og heyrði þar orð og kann ljót orð þaðan!
Konan lét það ekki á sig fá og keypti hann.
Þegar hún kemur heim segir páfagaukurinn “nýtt hús , nýtt hóruhús” konan móðgast smávegis við þetta en gerir ekkert. Svo koma dætur hennar tvær heim. Þá segir páfagaukurinn “ Nýjar hórur , Nýjar hórur” stelpurnar móðgast verulega við þetta en fara svo í burtu.
Svo labbar konan framhjá og segir páfagaukurinn þá “ ný húsfreyja, Ný hórumamma” Konan alveg bandbrjáluð en nær að hemja sig og sér eftir kaupunum á honum.
Svo kemur maðurinn heim og þá segir páfagaukurinn “ Hæ Gísli ”
——–
Engin skítaköst takk, man ekki alveg brandarann en reyndi eins og ég gat.
Lifið Heil !