Þetta er tekið af www.blog.central.is/aircity sem við félagarnir erum með, einn af þeim ákvað að henda inn reglum félagsins og sögðu nokkrir að þær væri heldur strangar
Lög og Reglugerðir
1. gr. Lengd og kaup samningsins er samkvæmt upplýsingunum. Leikmaður getur óskað eftir riftingu samningsins við stjórn félagsins og verður stjórnin að samþykja að rifta samningnum til þess að það sé hægt. Ef stjórnin neitar verður leikmaðurinn umsvifalaust sektaður um viku laun. Hægt er að kæra úrskurðinn til stjórnarinnar og þá þarf góðar rökfærslur eða mútun til að sleppa.
2. gr. Keppnisbúningur félagsins er í eigu leikmanna. Honum er aðeins ætlast að klæðast í leikjum meistaraflokks Air City. Ef leikmaður er gómaður við að klæðast honum utan leikja verður hann sektaður. Þá mun stjórnin funda og ákvarða hversu alvarlegt brotið telst.
3. gr. Aðrar vörur merktar félaginu mega ekki vera notaður utan æfinga félagsins. Ef leikmaður er gómaður við að ganga í vörum merktum félaginu þá mun stjórn Air City funda og ákvarða hversu alvarlegt brotið telsta.
4. gr. Leikmaður má ekki stunda æfingar hjá örðu félagi nema með sérstöku leyfi félagsins. Sá leikmaður sem gerir það og er gripinn glóðvolgur verður sektaður um 3 g af sykri við hverja mínútu sem hann æfir hjá örðu félagi án leyfis stjórnarinnar.
5. gr. Ef leikmaður vill fara frá félaginu verður hann að hafa samband við stjórn félagsins og láta hana vita. Þá er leikmaður skyldugur til að skrifa átta hundruð orða ritgerð um hvers vegna hann vilji fara sem hann verður að að skila innan þriggja daga frá því að hafa talað við stjórnarmenn félagsins. Síðan verður leikmaður að komast að samkomulagi við stjórnina um lausnargjald og að sjálfsögðu verður hann að brenna Air City búninginn sinn.
6. gr. Heimavöllur Air City, Ólympíuvöllurinn við Njarðvíkurskóla má leikmaður ekki tala illa um og verður ávalt að tala jákvætt um hann. Ef leikmaður er gripinn við að tala illa um völlinn þá má hann búast við mjög háum fjársektum.
7. gr. Ef leikmenn þurfa að ræða við stjórn um samningin þá verða þær samræður að fara fram í gegnum bíla á Ný-Ungs planinu. Annars mega þeir tala við þá beint. Ef leikmenn reyna að tala við stjórnarmenn beint um samninga munu þeir vera hunsaðir og jafnvel sektaðir.
8. gr. Leikmaður hefur þann möguleika á að gerast bloggari á heimasíðunni. Hann getur sótt um það hjá stjórninni sem mun taka sameiginlega ákvörðun um það. Verði það niðurstaða þá fær leikmaður að blogga, en ekki má hann þó misnota það t.d. með því að blogga um ekki neitt og ef það skeður þá gæti hann misst þau rétindi að fá að blogga og það gæti verið að fengi sekt fyrir það.
9. gr. Gjaldmiðiðll Air City er sykur og verður það táknað með §. Eins og t.d. verður 100 grömm af sykri skrifað §100 og borið fram 100 sýkker. Ekki er heimilt að nota vörur sem meira er í en sykur til þess að borga með það verður að vera hreinn sykur.
10. gr. Merki félagsins má hvorki birta né nota nema með sérstöku leyfi frá félaginu. Ef það verður gert þá verður sá sem það gerir kærður fyrir brot á eignarétt.
11. gr. Leikmönnum ber sú skilda að hafa merki félagsins að einhverju leyti á display myndinni sinni á MSN. Ef það er ekki gert þá fær leikmaður sekt uppá §500.
