Eitt sinn vor það 2 menn sem voru í safari ferð í Tansaníu. Þeir lögðu bíl sínum og fóru svo að ráfa um svæðið. Allt í einu löbbuðu þeir fram á stórt og mikið ljón, ljónið leit á þá og stóð upp og gerði sig líklegt til að ráðast á þá. Þá hóf annar lögfræðinganna að klæða sig úr þungum stígvélunum og hinn leit undrandi á hann, “hvað ertu að gera maður?” spurði hann. Hinn svaraði “við verðum að hlaupa að jeppanum og ná í riffil” hinn leit skelfingaraugum á hann og sagði “ertu brjálaður maður? Við náum aldrei að hlaupa þangað ljónið nær okkur” þá sagði hinn “ég veit það vinur minn en ég þarf bara að hlaupa hraðar en þú”.
__________________________________________________________________________________________________
Það var forvitinn ferðamaður á leið til útlanda í flugvél sem þurfti skyndilega að fara á klósettið. Hann fer á kamarinn og sest þar niður allt í einu tekur hann eftir litlum rauðum takka sem stendur á A.T.H only for women. Ferðamaðurinn forvitni hafði aldrei tekið eftir þessum takka í öðrum flugvélum svo að hann ákvað að prófa og sjá hvað myndi ske ef hann ýtti á hann. Og hann ýtir og svo heyrast þessi svakalegu öskur. Tveim dögum seinna er hann vakinn á sjúkrahúsi og hann skilur ekkert í því hvað hann sé að gera þar og biður um lækni til þess að fá skýringar á því hvað hann sé að gera á sjúkrahúsi. Læknirinn kemur og býður ferðamanninum góðan daginn og spyr hann svo hvort hann muni eitthvað eftir því að hafa farið áklósettið um borð í flugvélinni sem hann flaug með. Ferðamaðurinn svaraði því játandi. Næst spurði læknirinn hvort hann hefði séð rauðan takka sem stóð á A.T.R only for women. Hann svaraði því einnig játandi. Nú því næst spyr læknirinn hvort hann vissi hvað A.T.R þýddi. Því svaraði ferðamaðurinn neitandi og vildi ólmur fá að vita hvað það þýddi. Og læknirinn svaraði um hæl og sagði A.T.R þýðir Automatic Tampax Remover (Sjálfvirkur túrtappalosari).