Dag einn var maður sem hafði fengið nóg af borgaralífinu. Hann ákvað því að flytja í gamlan kofa á háu fjalli, því þar fengi hann sko frið.
3 árum síðar var bankað á dyrnar í kofanum gamla þar sem maðurinn átti nú heima.
Hann fór til dyra og þar fyrir utan stóð annar maður og sagðist koma hinumegin frá fjallinu og ætti þar sjálfur ágætis kofa.
Þeir fóru nú að tala saman og allt milli himins og jarðar þar til aðkomumaðurinn segjir: “heyrðu, á morgun klukkan 12 á hádegi verður partý hjá mér !”
Þá segjir hinn: “Já ég hef nú alltaf haft gaman af partýum.”
Og með það sama kveður aðkomumaðurinn og ætlar að labba út, en snýr sér við og segjir:
“Í þessu partýi verður mikið drukkið !”
þá segjir hinn: “Já mér hefur nú alltaf fundist gott að bragða landann endrum og eins.”
“Jæja, gott mál !” segjir aðkomumaðurinn, en hikar en við að ganga út og snýr sér við og segjir: “Í þessu partýi verður mikið slegist !”
þá segjir hinn: “Já, ég hef nú alltaf getað slegið frá mér.”
Þá gengur aðkomaðurinn af stað, en snýr sér enn við og segjir: “Í þessu partýi verður mikið riðið !”
Þá segjjir hinn: “Já mér hefur nú alltaf fundist gott að fá mér að ríða !”
Aðkomumaðurinn heldur þá að hann hafi gengið frá sínum málum og ætlar að ganga út, þegar hinn spyr: “En í hverju á ég að vera ?”
Þá svara aðkomumaðurinn: “jaa, mér er svosem sama, þetta verðum bara ég og þú !!!!!!”


Kúreki og indjáni mættust á förnum vegi.
Kúrekinn sagði við við indjánann að hann ætti fallegann hest og spurði
hvort hann mætti tala við hann.
Indjáninn sagði : ‘Hestur ekki tala!’
Kúrekinn spurði hestinn þá hvernig indjáninn kæmi fram við hann og
hesturinn svaraði að bragði : ‘Mjög vel þakka þér fyrir. Hann fóðrar mig og kembir reglulega’
Kúrekinn spurði nú hund indjánans hvernig indjáninn kæmi fram við hann.
Indjáninn var steinhissa á því að hesturinn talaði en sagði samt : ‘Hundur ekki tala !’
En hundurinn kom indjánanum á óvart og svaraði kúrekanum : ‘Hann er mjög góður við mig , gefur mér að éta og klappar mér reglulega.’
Kúrekinn leit því næst á kind indjánans og spurði : ‘Hvernig kemur indjáninn fram við þig?’
Þá varð indjáninn mjög flóttalegur á svipinn og sagði : ‘ Kind mikill lygari !!!’


Eiginkonan : Hvað myndir þú gera ef ég myndi deyja? Myndir þú gifta þig aftur ?
Eiginmaðurinn : Örugglega ekki
Eiginkonan : Af hverju ekki? Finnst þér ekki gott að vera giftur?
Eiginmaðurinn : Jú auðvitað
Eiginkonan : af hverju myndir þú þá ekki vilja gifta þig aftur?
Eiginmaðurinn : Allt í lagi. Líklega myndi ég gifta mig aftur.
Eiginkonan : Virkilega? (særð á svipinn)
Eiginmaðurinn : Ja … Ég veit ekki
Eiginkonan : Myndir þú sofa hjá henni í rúminu okkar?
Eiginmaðurinn : Hvar annarsstaðar ættum við að sofa?
Eiginkonan : Myndir þú setja myndir af henni í staðinn fyrir myndir af mér?
Eiginmaðurinn : Já ef út í það er farið myndi ég líklega gera það.
Eiginkonan : Myndi hún nota golfkylfurnar mínar?
Eiginmaðurinn : Nei, hún er örvhent…
Eiginkonan : (þrúgandi þögn)
Eiginmaðurinn : Andskotinn….