pantar sér í glas. Þegar hann er búinn að sitja nokkra stund kallar hann í
barþjóninn: - Heyrðu, á ég að segja þér ljóskubrandara?
Á sömu stundu dettur allt í dúnalogn á barnum, þar til konan við hlið
blinda mannsins segir við hann með lágri, dimmri rödd: - Áður en þú segir
þennan brandara, góði minn, þá held ég að það sé réttast ? af því að þú
ert nú blindur ? að ég fræði þig um fáein atriði:
1. Barþjónninn er ljóshærð kona.
2. Útkastarinn er ljóshærð kona.
3. Ég er 1,85 á hæð, 100 kíló og er með svarta beltið í karate. Og ég er
ljóshærð.
4. Konan við hliðina á mér er ljóshærð og er Íslandsmeistari í lyftingum.
5. Konan sem situr hinum megin við þig er ljóshærð og er Íslandsmeistari í
vaxtarrækt.
Hugsaðu þig nú vel um, vinur. Langar þig enn að segja þennan brandara
þinn?
Blindi maðurinn hugsar sig um andartak, hristir svo höfuðið og segir: -
Nei, ætli það. Ekki ef ég þarf svo að útskýra hann fimm sinnum.
Það leit út fyrir að Guð væri búinn að skapa það sem unnt væri að skapa þegar hann uppgötvaði að það voru tveir hlutir eftir og hann ákvað að skipta þeim milli Adams og Evu.
Hann sagði þeim að annar hluturinn gerði það að verkum að eigandinn gæti pissað standandi. “Mjög eigulegur hlutur” sagði Guð og spurði hvort þeirra hefði áhuga.
Adam hoppaði upp og niður og bað
“Góði Guð gemmér ‘ann.
Ég verð að fá ’ann. Þetta er eitthvað sem menn verða að hafa. ”plís - plís - plís - gerðu það…..ég verð að fá ‘ann“
Eva brosti og sagði Guði að fyrst að hann væri svona áhugasamur þá væri henni alveg sama þótt hann feng’ann.
Úr því að Adam var svona áhugasamur gaf Guð honum hlutinn sem gerði honum kleyft að pissa standandi.
Adam rauk af stað og sletti aðeins á nálægt tré og hljóp síðan niðrí fjöru og skrifaði nafnið sitt í sandinn - þvílík heppni hugsaði hann….
Guð og Eva horfðu á Adam smá stund og þá sagði Guð við
Evu: ”Jæja, ég reikna þá með að þú viljir hinn hlutinn Eva“
”Hvað er það kallað? " spurði Eva.
Heili, svaraði Guð.
You only have ONE life, for gods sake live it!