Skrúfaðu nú fyrir kalda vatnið. Fjarlægðu einn apa úr búrinu og settu nýjan í staðinn. Nýi apin sér bananann og reynir að klifra stigann. Þá ráðast hinir aparnir á hann og koma í veg fyrir að hann geti klifrað upp stigann. Eftir aðra tilraun veit apinn það að hann verður laminn ef hann reynir að klifra stigann.
Næst fjarlægirðu annan af upprunalegum fimm öpunum og setur nýjan í staðinn. Sá nýi reynir við stigann og það er ráðist á hann. Sá sem fyrr var settur inn nýr í hópinn tekur þátt í barsmíðunum af miklum áhuga. Skiptu út þriðja af upprunalegu öpunum með nýjum apa. Sá nýi reynir við stigann og það er líka ráðist á hann. Tveir af þeim fjórum sem ráðast á hann hafa ekki hugmynd af hverju þeir máttu ekki klifra stigann, eða af hverju þeir eru að taka þátt í að berja nýliðann, en þeir gera það samt.
Skiptu út fjórða og fimmta apanum. Þá er búið að skipta út öllum öpunum sem voru sprautaðir með köldu vatni. Samt sem áður mun enginn api nálgast stigann aftur. Af hverju? Af því að svona hefur þetta alltaf verið hérna.
Og það er svoleiðis sem vinnureglur verða til.
“Ég vil ekki læra að bíða og bíða,