
Hafnfirðingabrandari
Reykvíkingur , Akureyringur og Hafnfirðingur sátu uppi á stórri blokk sem þeir voru að vinna við að byggja. Reykvíkingurinn fékk skinku á samlokuna sína og sagði : Ohh andskotinn ef að ég fæ skingu á samlokuna mína aftur þá stekk ég niður ! Akureyringurinn fékk rækjusalat á sína brauðsneið og sagði : Helvítis kerling hún setur alltaf rækjusalat á brauðið mitt ef að þetta skeður einusinni enn þá stekk ég niður! Hafnfirðingurinn fékk kæfu á brauðið sitt og sagði : Ef að ég fæ fjandanns kæfu aftur stekk ég niður ! Daginn eftir fengu þeir allir þetta á brauðið sitt og stukku niður en skrifuðu fyrst bréf sem stóð á : Við höfum ákveðið að stökkva niður þar sem að við fengum alltaf það álegg á brauðið okkar sem við hötum mest ! Kona Reykvíkingsins sagði grátandi :Oh ég hefði ekki átt að setja skinku á brauðið hanns þegar ég vissi að hann villdi það ekki . Kona Akureyringsins sagði grátandi : Ég hefði ekki átt að setja rækjusalat á brauðið hanns hann bað mig alltaf um að gera það ekki. Kona Hafnfirðingsins sagði þá : Ég skil þetta ekki hann smurði brauðið sitt alltaf sjálfur !