Fimm mínútum seinna kom Siggi litli aftur, með örvæntingarsvip á andlitinu og sagði skömmustulega “Ég finn það ekki.”
Kennarinn teiknaði þá litla mynd af skólanum til að sýna honum hvar
klósettið var og spurði hann svo hvort hann skildi teikninguna og gæti ratað eftir henni. “Já, ekkert mál,” sagði Siggi og fór af stað aftur.
Fimm mínútum seinna kom hann aftur í stofuna og sagði aftur við kennarann “Ég finn það ekki!”
Sem betur fer var þá staddur eldri drengur í stofunni og af því hann hafði verið lengur í skólanum og vissi hvar allt var, þá bað kennarinn hann um að fara með Sigga og sýna honum klósettið.
Drengurinn og Siggi fóru þá saman og fimm mínútum seinna komu þeir aftur og Siggi settist í sætið sitt. Kennarinn spurði eldri drenginn “Þið hafið þá fundið það?” Drengurinn var fljótur að svara “Já, ekkert mál, hann hefur farið í nærbuxurnar öfugar í morgun.”
Skoðanir Octavo eru hans eigin og gætu því stangast á við skoðanir annarra á Huga. Þér er velkomið að: