Maður nokkur kom óðamála inn á lögreglustöðina og sagðist
vilja fá að ræða við þjófinn sem brotist hafði inn til hans
kvöldinu áður en var nú í gæslu hjá lögreglunni. Maðurinn
kvað það vera mjög mikilvægt að hann fengi að ræða við
þjófinn auglitis til auglitis.
“Þú færð tækifæri til þess þegar hann verður kærður og fer
fyrir dómstóla,” sagði lögreglumaðurinn við manninn.
Maðurinn var ekki hress með þessi svör. “Nei, nei það
gengur engan veginn,” segir maðurinn og verður nú
örvæntingafullur á svipinn við lögreglumanninn.
“Það verður bara að vera svo,” segir lögreglumaðurinn
höstugur við manninn sem virtist ekki ætla að gefa sig.
“Hvað er það svo annars sem þú þarft að ræða við þjófinn
um, sem getur ekki beðið til réttarhalda?” spyr
lögreglumaðurinn manninn!
“Jú sko, ég ætlaði nú bara að spyrja hann hvernig í
ósköpunum hann hafi farið að því að læðast svona um allt
heimilið mitt án þess að vekja konuna mína, því ég hef
margoft reynt það og alltaf vaknar kerlingin!”
Maður nokkur gekk inn á bar einn. Barþjónninn kom strax að
honum og spurði hvað mætti bjóða manninum að drekka? “Hafðu
það Viskí af dýrustu gerð þakka þér fyrir,” segir maðurinn
um hæl við barþjóninn sem stekkur til og tekur flottasta
Viskíið á barnum og hellir í glas.
Maðurinn skellir tvöföldum Viskí í sig í hvelli og um leið
segir barþjónninn við manninn, “Já, þetta gera 1500
krónur!”
“Heyrðu góði, þegiðu bara!” segir maðurinn öskuillur. “Þú
sagðir við mig hvað þú mættir bjóða mér og ég hélt að þú
værir að bjóða uppá glas!” bætir maðurinn við.
Barþjónninn verður orðlaus og skipar manninum að koma sér
út hið snarasta og jafnframt að hann fá aldrei að koma á
barinn aftur.
Tvö ár líða og sami barþjónninn er við stjórnvölin. Sér
hann þá hvar sami maðurinn kemur inn, sá sami og stal af
honum tvöfaldan af dýrasta Viskíi sem hann átti.
Barþjónninn verður sótrauður í framan og sleppir sér alveg
við manninn og segir, “Heyrðu fíflið þitt, þú ert þessi sem
komst hér fyrir tveimur árum og stalst af mér Viskíi og
varst með leiðindi. Ég var búinn að segja þér að koma
aldrei hingað aftur, bölvaður svindlarinn þinn!”
“Afsakaðu mig,” svarar maðurinn mjög rólegur. “Ég held að
þú sért að ruglast á manni minn kæri því ég hef aldrei
komið hingað áður,” segir maðurinn jafnframt og brosir til
barþjónsins sem verður vandræðalegur og horfir með
skammaraugum á gestinn.
“Ég biðst afsökunar á þessu og bíð þér upp á glas fyrir
ómakið og bölvið í mér, hvað má svo bjóða herranum?
Þá svarar maðurinn um hæl, “Hafðu það bara Viskí af dýrustu
gerð
