Já svo var mál með vexti að mamma Svenna litla ákvað að byrja að fara með hann í kirkju á sunnudögum. Svo í fyrstu messunni þá sagði Svenni hátt og skýrt við mömmu sína: Mamma, ég þarf að pissa. Og mamma hans sagði: Uss Svenni, svona segir maður ekki í kirkju. Svenni: en ég þarf virkilega mikið að pissa. Þannig mamma hans fór með hann fram að pissa. Svo eftir það sagði mamma hans við hann: Svenni minn, maður segir ekki svona í kirkju, segðu bara næst að þú þurfir að hvísla. Og hann samþykti það. Viku síðar þá var mamma hans veik, svo pabbi hans fór með hann í kirkju. Svo í miðri messunni segir Svenni við pabba sinn: Pabbi, ég þarf að hvísla. Þá segir pabbi hans: já það er allt í lagi, hvíslaðu bara í eyrað á mér.