Kona fór og keypti fínan fataskáp í IKEA og fór með hann heim til sín að setja hann upp, það var snúið verk, en engu að síður tókst það loksins - en þegar strætó keyrði framhjá húsinu hennar hrundi skápurinn niður, hann þoldi ekki hristinginn. Þetta gerðist nokkrum sinnum og þar sem maðurinn hennar var í vinnu ákvað hún að biðja nágrannann að hjálpa sér.

Hann kom og sá að skápurinn hrundi alltaf, í hvert skipti sem strætó keyrði framhjá sem var mjög slæmt því konan bjó svo nálægt Hlemmi. Þá kom nágranninn (sem var karl) með góða hugmynd, hann ákvað að fara inn í skápinn með vasaljós til að sjá hvað það væri nákvæmlega sem gæfi sig þegar strætó færi hjá, þannig að hann fór inn.

Þá kom eiginmaður konunnar heim úr vinnu og sá skápinn og rauk beint að honum, opnaði hann og sá nágrannann og varð öskuvondur og sagði: Hvað ert þú eiginilega að gera hér???

Nágranninn: Ha, ég er bara að bíða eftir strætó