GRÍN: Fjórir synir
Hjón nokkur áttu fjóra syni. Sá elsti var rauðhærður og með
mjög hvíta húð og mjög hávaxinn á meðan sá yngsti var
dökkhærður og mjög smágerður auk þess að vera með mjög
dökka húð. Sjálfur var karlinn skolhærður og feitlaginn og
konan hans ljóshærð og gullfalleg.
Þegar maðurinn veiktist svo var að deyja ákvað hann að
spyrja konuna sína um þennan yngsta og hvort hann sé
örugglega sonur hans.
“Ástin mín, auðvitað er hann sonur þinn.” – Stuttu síðar dó
maðurinn.
Konan gekk út og hugsaði með sér, “Rosalega var gott að
hann spurði mig ekki um hina þrjá!”