Blindur maður á kvennabar
Blindur maður villist inn á kvennabar, finnur sér stól við barborðið og pantar sér í glas. Þegar hann er búinn að sitja nokkra stund kallar hann í barþjóninn:
- Heyrðu, á ég að segja þér ljóskubrandara?
Á sömu stundu dettur allt í dúnalogn á barnum, þar til konan við hlið blinda mannsins segir við hann með lágri, dimmri rödd:
- Áður en þú segir þennan brandara, góði minn, þá held ég að það sé réttast af því að þú ert nú blindur að ég fræði þig um fáein atriði:
1. Barþjónninn er ljóshærð kona.
2. Útkastarinn er ljóshærð kona.
3. Ég er 1,85 á hæð, 100 kíló og er með svarta beltið í karate. Og ég er ljóshærð.
4. Konan við hliðina á mér er ljóshærð og er Íslandsmeistari í lyftingum.
5. Konan sem situr hinum megin við þig er ljóshærð og er Íslandsmeistari í vaxtarrækt.
Hugsaðu þig nú vel um, vinur. Langar þig enn að segja þennan Brandara þinn?
Blindi maðurinn hugsar sig um andartak, hristir svo höfuðið og segir:
- Nei, ætli það. Ekki ef ég þarf svo að útskýra hann fimm sinnum.


————————————-



Eitt sinn voru Bruce Dickinson(stafsetning, söngvari Iron Maden), George Bush (Forseti USA), Ólafur Ragnar Grímsson (Forseti Íslands), Páfinn og lítill 6 ára drengur í flugvél á leið til Ítalíu frá Bretlandi.

Þegar þeir voru hálfnaðir tilkynnti flugmaðurinn, Bruce Dickinson, að flugvélin væri að hrapa og hann væri bara með 4 fallhlífar.

Þegar hann hefur sagt þeim það segir George Bush að hann sé mikilvægasti maður í öllum heiminum svo hann þurfi að fá eina fallhlíf, og hann tekur eina og stekkur út.

Svo segir Bruce Dickinson að hann sé einn aðal flugmaðurinn hjá “The British Airways” og svo söngvari í hljómsveitinni Iron Maden og þar með besti söngvari í heimi, svo hann tekur eina fallhlíf og stekkur út.

Þar á eftir kemur Ólafur Ragnar Grímsson og segir að hann sé gáfaðasti maður allra Íslendinga svo ef hann deygi, deyr heil þjóð út, svo hann tekur einn pokann og stekkur út.

Þá segir Páfinn: “jægja drengur minn, nú erum við aðeins tveir eftir svo takt þú síðustu fallhlífina því að hann Guð sér um mig”. Þá svarar drengurinn: "Nei, nei þetta er allt í lagi því gávaðasti maður Íslendinga tók bakpokann minn.