Maður kemur inn á Skuggabarinn og pantar drykk. Stuttu seinna heyrir barþjónninn síma hringja og sér að maðurinn lyftir hendinni upp að andlitinu og byrjar að tala. Þegar hann hefur lokið við að tala spyr þjónninn hvað sé í gangi. Maðurinn segir að hann noti símann það mikið að hann hafi látið græða GSM síma í hönd sína svo hann þurfi ekki alltaf að muna að hafa hann með. Þjóninn trúir þessu ekki svo maðurinn hringir í númer, setur höndina á eyra þjónsins og leyfir honum að heyra þegar síminn hringir hinum megin. Næst spyr maðurinn hvar klósettið sé og fer þangað eftir að hafa sagt þjóninum að hann verði enga stund að þessu. Þjónninn fyllti glasið hjá manninum og beið. Þegar hálftími er liðinn og maðurinn kemur ekki út af klósettinu fór þjóninn að undrast og að lokum fór hann inn á klósett að gá hvort allt væri í lagi. Þegar hann kemur inn sér hann manninn liggjandi á gólfinu, buxnalaus, með fæturnar upp á vegg og salernispappír rúllandi út úr afturendanum. “Hvað er um að vera?” spurði þjónninn. Maðurinn brosti kindarlega og sagði, “bíddu aðeins, ég er að fá fax.”
Síðastliðið sumar, voru Clinton og frú á ferðalagi í heimafylki sínu Arkansas. Þau þurftu að stoppa til að taka eldsneyti á bensínstöð einni. Sá sem átti bensínstöðina var gamall kærasti Hillary frá háskólaárunum. Þau skiptust á kveðjum og síðan héldu Clintonhjónin sína leið. Þegar þau höfðu ekið skamman spöl, lagði Clinton arminn utan um Hillary og sagði “Elskan, ef þú hefðir haldið áfram að vera með honum, þá værir þú eiginkona bensínstöðvareiganda í dag.” Hún gretti sig og svaraði, “Nei. Ef ég hefði gifst honum, væri hann Forseti Bandaríkjanna í dag.”
Tveir menn stóðu báðir fyrir framan hlið himnaríkis og spjölluðu saman.
Jónas: Ég fraus til dauða, en þú?
Kalli: Ég dó úr hamingju
Jónas: Nú? hvernig er það hægt?
Kalli: Jaa, sko eitt sinn kom ég heim úr vinnunni og var allt hreint í húsinu og konan mín þrífur aldrei neitt, þannig ég vissi að hún væri að halda framhjá, næsta dag þá kom ég lika heim og þá var matur á borðinu. Konan mín eldar aldrei þannig ég vissi að hún var að halda framhjá og leitaði hvort hann væri þarna en fann engan. Svo þriðja daginn þá kom ég heim og fann blóm á borðinu og var þá alveg handviss um að hún væri að halda frámhjá en fann samt engann, þannig ég bara dó á staaðnu.
Jónas: Ohh, auli hefðiru bara opnað ískápinn værum við báðir á lífi.
Fuglinn við svínið, sjáðu þarna er eldflaug. Ég vildi að ég gæti flogið svona hratt.
Svínið: Já, þú gætir það örugglega ef það væri kveikt i rassgatinu á þér.
Brandarar fengir af http://www.msfelag.is/lettmeti/brandara.htm og skrifaðir eftir mínu litla sæta höfði :)