Einu sinni þá var ljóska sem var stödd í flugvél við hliðina á virðulegum viðskiptamanni. Ljóskunni leiddist töluvert svo hún ákvað að reyna að fá sér einn blund til þess að stytta ferðina. Hún náði ekki að sofa mjög lengi því hún var vakinn af manninum við hliðina á henni. Maðurinn varð mjög ánægður og spurði hvort að hún kæmi í einn leik, ljóskan svaraði neitandi því hún vildi auðvitað fara að sofa aftur. En maðurinn gafst ekki upp og hélt áfram að suða og suða. Hann sagði að leikurinn gengi útá það að hann spyrji hana að spurningu og ef að hún getur ekki svarað þá verður hún að borga honum 1000 kr. og öfugt. Ljóskan nennti þessu alls ekki og hélt áfram að sofa, þá heyrði hún öskrað ÓKEI ÉG BORGA ÞÉR 5000 EN ÞÚ þarft bara að borga MÉR 500.
Ljóskan ljómaði öll og var alveg til í það. Maðurinn fékk að byrja: Hvað eru margir metrar upp til tunglsins? Ljóskan hugsaði sig aðeins um tók síðan upp peningaveskið sitt dró upp 500 kall og rétti honum. Þá var komið að ljóskunni: Hvað er það sem að fer uppá hól með 5 fætur og 6 hendur en kemur niður með 8 fætur og 7 hendur? Kallinn hugsaði sig leeennggi um, hringdi úr flugvélasímanum í alla sem hann þekkir, fékk að tengja ferðatölvuna sína við netið og leitaði allstaðar en því miður fann hann ekki svarið og neyddist til þess að gefa ljóskunni 5000 kr. Hún varð alsæl með þetta og fór strax að sofa aftur. Eftir smá stund var hún aftur trufluð af manninum sem vildi endilega vita svarið við spurningunni??? Þá tók hún upp peningaveskið sitt dró upp 500 kall og rétti honum!!!
BÚMM,BÚMM,TSS