Tekið af pabbar.is

Höfuðverkurinn
Tveir aldraðir félagar voru að ræða saman þar sem þeir sátu
saman á bekk út í garði á elliheimilinu. Magnús segir við
Stefán vin sinn að konur virðast hafa guðslukku með sér
þegar þær eldast!

“Hvað áttu við?” segir Stefán með furðusvip.

“Sko,” segir Magnús og snýr sér að Stefáni. “Ég get varla
munað hvenær við elskuðumst síðast ég og konan og þó man ég
að hún hefur aldrei verið eins heilsugóð en nú!”

“Heilsugóð? Hvernig þá?, segir Stefán.

“Fyrir mörgum, mörgum árum,” segir Magnús, “þegar við vorum
yngri var það þannig nánast á hverju einasta kvöldi þegar
við vorum að fara sofa og mig langaði að elskast með henni,
að hryllilegur höfuðverkur sótti að henni og gerði hana
veika – Nú þegar hún er orðin eldri er þessi höfuðverkur
farinn!”


Dags: 17.08.2005 eftir Sveinn Hj.