Hjón eru að fara út að borða til að halda upp á 50 ára brúðkaupsafmælið sitt. Á leiðinni heim tekur konan eftir því að maðurinn er með tár í augunum og spyr hvort að hann sé að rifja upp þessi 50 yndislegu ár. Hann svarar: ,,Nei, ég var að hugsa um tímann áður en við giftumst.
Pabbi þinn hótaði mér með byssu og sagðist læsa mig inni í 50 ár ef ég giftist þér ekki. Á morgun hefði ég orðið frjáls maður."