Jón og konan hans voru að aka í gegn um Hvalfjarðargöngin en öldruð tengdamóðir Jóns svaf í aftursætinu. Við endan á göngunum voru þau stoppuð af löggunni og löggan sagði:,,Til hamingju, þið eruð tíuþúsundasti bíllinn sem fer í gegn á þessu ári, ég veiti ykkur hér með tíuþúsund króna verðlaun.“Þá sagði Jón:,,Húrra, þá get ég loksins fengið ökuskírteinið.”Konan hans heyrði að hann hafði mismælt sig og sagði:,,Ekki hlusta á hann, hann er fullur.“ Þá rankaði gamla konan við sér í aftursætinu og sagði:,,HAH, ég vissi að við kæmumst ekki langt á stolnum bíl.”
Ekki fylgdi sögunni hvernig fór fyrir Jóni og fjölskyldu en allavega hafa þau verið svift verlaununum.