Einu sinni var maður sem fór til spákonu og hún fór að skoða eitthvað í kúlunni sinni og allt í einu hrökk hún við skrifaði eitthvað á miða og lét hann fá en sagði honum að hann mætti aldrei lesa á miðann fyrr en hann væri viss um að hann væri að fara að deyja og sagði honum svo að drullast út og koma aldrei aftur. Maðurinn fór svo bara í vinnuna og þá sá yfirmaðurinn hans að hann var eitthvað voðalega niðurlútur og spurði hann hvað væri að.
“Æi ég fór til spákonu í morgun og hún lét mig fá einhvern miða sem ég mætti ekki lesa fyrr en eg væri dauður.”
Nú, má ég lesa miðann?
Já ætli það ekki
Maðurinn tekur við miðanum og segir svo:
“Helvítis ógeð drullaðu þér héðan út, þú ert rekinn og komdu aldrei hingað aftur!”
Maðurinn hrekkur við og labbar út og fer heim til kellingarinnar og hún spyr hann af hverju hann sé svona niðurlútur?
“Æi ég fór til spákonu í morgun og hún lét mig fá einhvern miða sem ég mætti ekki lesa fyrr en eg væri dauður og svo var ég erkinn úr vinnunni.”
Hvað er að heyra, má ég lesa þennan miða?
Já ætli það ekki.
Hann réttir henni miðann og hún skoðar hann og snappar svo alveg og segir honum að drullast út og koma aldrei aftur hún vilji skilnað.
Maðurinn verður bara ennþá niðurlútari og fer á barinn til besta vinar síns sem var barþjónn. Vinur hans tekur eftir því hvað hann er voðalega niðurlútur og spyr hann:
“Hvað er eiginlega að?”
“Æi ég fór til spákonu í morgun og hún lét mig fá einhvern miða sem ég mætti ekki lesa fyrr en eg væri dauður svo var ég rekinn og konan heimtaði skilnað.”
Nú hvað er að heyra, má ég nokkuð skoða þennan miða?
“Jú ætli það ekki” segir hann og lætur hann fá miðann.
Vinur hans kíkir á miðann og verður svo alveg spinne gal og segir honum að drullast út af sínum bar og koma aldrei aftur, vilji aldrei tala við hann aftur.
Maðurinn fer þá niðrá höfn og leitar sér að skipi til að vinna á og ætli bara að byrja nýtt líf.
Hann finnur skip og þegar hann er búinn að vinna á því í einhvern tíma kemur skipstjórinn til hans og fer að spyrja hann eitthvað um fortíðina, hvernig hann endaði á þessu skipi.
Maðurinn segir honum alla söguna og skipstjórinn verður alveg stein hissa og biður um að fá að skoða þennan miða.
“Jújú ætli það ekki.”
Skipstjórinn skoðar miðann og verður svo alveg vitlaus og segir honum að drullast af sínu skipi og hendir honum í björgunarbát og lætur hann fá kexpakka og vatn.
Þegar maðurinn er búinn að vera á sjónum í dáltinn tíma og búinn með vatnið og kexið man hann allt í einu eftir því hvað konan sagði um að hann mætti skoða miðann þegar hann væri alveg viss um að hann væri að fara að deyja.
Maðurinn er nú nokkuð viss um að nú muni hann deyja og tekur miðann upp og þá kemur vindhviða og feykir miðanum burtu.