Einu sinni var lögfræðingur sem að var nýbúinn að kaupa sér nýjan Benz. Hann ákvað að fara heim til vina sinna og monta sig, en þegar hann var að stíga útúr bílnum kom trukkur á alveg svaka ferð og keyrði hurðina af nýja Benzinum.
Lögfræðingurinn varð alveg æfur og hljóp nokkra metra á eftir trukknum og kallaði bílstjórann öllum illum nöfnum, en það var orðið of seint því að trukkurinn var löngu farinn. Stuttu seinna kom löggan og spurði hvort að það væri ekki allt í lagi. Lögfræðingurinn útskýrði fyrir löggunni hvað hafði komið fyrir. Þá sagði einn lögreglumannanna:“Þú gerir þér grein fyrir að það vantar á þig vinstri handlegginn!”
Lögfræðingurinn leit niður eftir vinstri síðunni og sagði:“ NEEEEIIII!!! ROLEX ÚRIÐ MITT!!”
Hehe…:) ég hef aldrei séð hann hérna áður og datt í hug að setja hann inn