Einu sinni sátu 3 eldgamlir karlar á bekk í almenningsgarði. Sá yngsti (þó gamall) sagði: þegar að ég var lítill drengur sagði faðir minn mér að ég ætti alltaf að borða hollan mat og drekka lýsi á hverjum morgni, þess vegna hef ég náð að verða 97 ára. Þá sagði karl númer 2: já hann faðir minn sagði mér að hreyfa mig mikið og borða heilsusamlega og þess vegna er ég 105 ára. Þá sagði sá allra ellilegasti og verst útlítandi: þegar að ég var lítill strákur sagði pabbi minn mér að reykja, drekka, nota eiturlyf og gera allann andskotann sem ég vildi og hafa gaman af lífinu. Núnú sögðu hinir karlarnir. Hvað ertu gamall?
karl nr.3 : Þrítugu