Hér með ætla ég að rita einn ágætan brandara!

Maður einn fór á forngripasölu og fann þar lampa, hann keypti lampann og fór með hann heim. Maðurinn þurrkaði aðeins yfir lampann því hann var svolítið rykugur, skyndilega steig andi upp úr lampanum.

Maðurinn var furðu lostinn. Andinn sagði: Þú frelsaðir mig úr lampanum og því launa ég þér 3 óskir.

Maðurinn trúði þessu ekki og sagði: æjj gemmér kók. Það birtist kók fyrir framan hann, maðurinn fékk sér sopa, hey þetta virkar hugsaði maðurinn, maðurinn óskaði sér auðæfa og gamli kofinn breyttist í stærðar einbýlishús og allir hlutirnir hanns breyttust í skíra gull, og rándýr blæubíll birtist fyrir framan húsið hans. Maðurinn trúði þessu varla, hann átti ekki orð.

Hann hugsaði sig vel um hvers hann átti að óska sér, eftir langa stund sagði hann við andann, Það væri svolítið gaman að komast á milli kvenmanns læra!!!

Og umsvifalaust breyttist maðurinn í dömubindi!!!

Hlæjið eða grátið ;)