einn nokkuð fyndinn
Hjón voru að fara að eignast barn. Þegar þau fara upp á spítala og konan með hríðir segir læknirinn þeim að hann hafi fundið upp tæki sem færir allan sársaukann við fæðinguna af móðurinni og á föðurinn, hann spyr hvort þau vilji prófa þetta tæki. Þau játa. Læknirinn stillir á lægsta styrk á tækinu, en hvorugt hjónanna finnur til. Læknirinn stillir á hærri styrk en ekkert gerist. Þá stillir hann á ennþá hærri styrk, hvorugt hjónanna finnur til og eru auðvitað mjög ánægð með það. Svo fer fæðing fram, sársaukalaust og vel. En þegar þau koma heim sjá þau póstberann dauðann á gangstéttinni. :Þ